For the love of life, for the love of horses!

Close Icon
   
Contact Info     Tel: +354 893 1793 / +354 863 6895

Benni Líndal   arrow

Benni Líndal

Benni Líndal

Benni lítur á folöldin

Benni lítur á folöldin

Benedikt G.Líndal eða Benni er með A-reiðkennararéttindi og meistarapróf í tamningum frá FT – Félagi Tamningamanna. Ferill hans sem atvinnumanns hófst eftir að hann útskrifaðst frá bændaskólanum á Hvanneyri 1973 og vann Morgunnblaðsskeifuna fyrir bestan árangur í tamningum þann vetur. Síðan þá hefur hann starfað við tamningar, þjálfun og reiðkennslu á Íslandi og ýmsum öðrum löndum, mest þó í Danmörku, Þýskalandi, Noregi og Sviss. Hann hefur með góðum árangri tekið þátt í mörgum stærstu mótum sem haldin hafa verið fyrir íslenska hesta hérlendis og erlendis, s.s. Fjórðungs- og Landsmótum, Evrópumótum og Heimsmeistaramótum. Auk þess að hafa sjálfur tekið þátt, hefur hann verið þjálfari keppnisliða annarra þjóða sem stefnt hafa með þáttakendur á slík mót.

Benni Líndal

Benni Líndal

Benni starfaði um nokkurra ára skeið sem reiðkennari við báða bændaskóla landsins og var yfirreiðkennari við Bændaskólann á Hólum veturinn 1996-97. Auk þess að hafa leitað í smiðju sér eldri íslenskra hestamanna hefur hann kynnt sér fjölbreyttar tamninga-og þjálfunaraðferðir ýmissa heimsfrægra erlendra tamningamanna. Þá þekkingu hefur hann heimfært eftir því sem við á á tamningu og þjálfun íslenska hestsins. Við nemendur sína og þjálfun á hrossum hefur áherslan í auknum mæli beinst að velferð hestsins og skilningi á þörfum hans í samskiptunum við manninn. „Hestvænar“ tamninga- og þjálfunaraðferðir sem og reiðtygi haldast í hendur og er hönnun Benni’s Harmony reiðtygjanna lóð á þær vogarskálar.