For the love of life, for the love of horses!

Close Icon
   
Contact Info     Tel: +354 893 1793 / +354 863 6895

Finnsstaðir   arrow

Staðsetning og starfsemi: Ferjubakki er staðsett í nafla alheimsins rétt norðan Borgarnes í Borgarfirði, til móts við Hvanneyri á bökkum Hvítár. Þar er miðstöð starfsemi Harmony. Ferjubakkabæirnir eru þrír, við erum á Ferjubakka II.

Harmony brúnt merki

Harmony brúnt merki

Ábúendur þar eru Benedikt Líndal (Benni) og Sigríður Ævarsdóttir (Sigga) og fjölskylda. Benni er tamningameistari og bóndi. Sigga er jarðarmóðir. Á Ferjubakka II er ýmislegt í gangi sem allt byggir á hugtakinu samspili eða harmony.

  • Þar ber fyrst að nefna námskeiðahald sem sameinar hugmyndafræði Benna og Siggu um hestvænar kennsluaðferðir og mannræktarsjónarmið.
  • Tamningar, þjálfun og hrossarækt með áherslu á hestvænar vinnuaðferðir.
  • Sala og hönnun á Benni´s Harmony reiðtygjum og kennsluefni.
  • Þar er vistvænn búskapur með íslenska dýrastofna, í sátt við náttúru og umhverfi.
  • Handverksgerð – framleiðsla á póstkortum, gjafakortum, máluðum myndum ofl. undir merkinu Kúnsthandverk.
  • Óhefðbundnar meðferðir s.s. hómópatia bæði fyrir fólk og hesta, námskeið, fyrirlestrar og önnur fræðslu í tengslum við slíkt efni.
Harmony fjólublátt

Harmony fjólublátt

Á Ferjubakka II getur fólk upplifað íslenska náttúru, notið afslöppunar, fengið að kynnast búrekstri sem rekinn er út frá þeirri hugmyndafræði sem áður er lýst og náð tengingu við sjálft sig, móður jörð og hestinn.

Lágmarks áburðarnotkun er á tún en lífrænn áburður og húsdýraáburður frá búinu nýttur svo sem kostur er í staðinn.

Einstök náttúrufegurð er við bakka Hvítár og sérstaklega skemmtilegar reiðleiðir meðfram allri ánni t.d. inn að gamla mótssvæði Faxa á Faxaborg. Aðrar reiðleiðir eru einnig fyrir hendi auk þess sem stutt er í aðstöðu Skugga í Borgarnesi, með reiðskemmu, keppnisvöllum og frábæru útreiðasvæði.