For the love of life, for the love of horses!

Close Icon
   
Contact Info     Tel: +354 893 1793 / +354 863 6895

Focus

Sportlegur alhliða hnakkur og oft notaður í keppni.

Nýr Focus sem kemur á markað í byrjun febrúar 2019 er með dýpra sæti en áður. Hann  hefur fínlegt og sportlegt yfirbragð og á honum eru stórir hnépúðar sem gefa góðan stuðning við læri. Hnakkurinn gefur knapanum feikna gott sæti og auðveldar honum að sitja inni í hreyfingu hestsins.

Orginal Stübben virki, sem fjaðrar bæði á ská og þversum hjálpar þar til.
Undirdýnur er stoppaðar með náttúrulegri ull. Hnakkurinn hefur enga reiðakengi né töskuhringi.

Þessir hnakkar eru mjög flottir skreyttir með íslensku fiskroði svo sem sjá má á myndum hér á síðunni. Hægt er að fá ýmsar útgáfur af litum, áferð og samsetningu leðurs og roðs eftir smekk.

Þeir sem vilja einlitan hnakk geta valið venjulegt leður með samlitum saumum eða saumum í öðrum lit.

Sætis stærðir: M og S

Gleidd virkis; standard 32″ en hægt að sérpanta aðrar stærðir.

Tveir litir á leðri: Svartur eða brúnn.

Möguleiki á að fá platta áletraðan með nafni aftan á hnakkinn. Kostar 2000 kr. aukalega.

Verð Focus svartur eða brúnn:  315.000 m.vsk.