For the love of life, for the love of horses!

Close Icon
   
Contact Info     Tel: +354 893 1793 / +354 863 6895

Frumtamning – DVD

5 mín. klippur úr myndinni Frumtamning. Sýnishorn af ýmsu því sem fjallað er um í myndinni.

ALGER KLASSÍK !

Farið er skref fyrir skref í tamningaferil sem spannar um 3 mánuði og lögð áhersla á að sýna hlutina á faglegan og skýran hátt þannig að sem flestir hafi gagn og gaman af. Tamningaferillinn er byggður á áratuga reynslu og faglegri þekkingu Benedikts og annarra.

Eðlisþarfir hestsins eru hafðar í huga og maðurinn kemur með sinn þátt inn í tamninguna út frá forsendum hestsins þannig að hesturinn verður sáttari. Tamningaferillinn er tiltölulega einfaldur og eitt leiðir til annars.

Hesturinn skilur og samþykkir það sem hann er að læra og temst því hraðar og betur.  Með þessari leið má einnig komast hjá átökum og vandamálum, sem yfirleitt orsakast vegna misskilnings milli manns  og hests, traust myndast og varanlegur grunnur er lagður fyrir áframhaldandi þjálfun.

Gaman að horfa á – Auðvelt að skilja – Árangursríkt til eftirbreytni

Hvert myndband er fáanlegt á sænsku, ensku, þýsku og íslensku.
DVD-diskarnir innihalda öll fjögur tungumálin.Lengd: 60 mín

Verð:  3500 kr. + pökkun og póstburðargjald

Pantanir á prívatskilaboðum á facebook eða harmony@inharmony.is