For the love of life, for the love of horses!

Close Icon
   
Contact Info     Tel: +354 893 1793 / +354 863 6895

Geitur

Huðnurnar eiga yfirleitt eitt til tvö kið einu sinni á ári. Íslenskar geitur eru ýmist hyrndar eða kollóttar og ýmsir litir í gangi.

Huðnurnar eiga yfirleitt eitt til tvö kið einu sinni á ári. Íslenskar geitur eru ýmist hyrndar eða kollóttar og ýmsir litir í gangi.

Íslenskar geitur eru æðislegar. Íslenski geitastofninn er einn af þeim húsdýrastofnum sem er í útrýmingarhættu – líkt og íslenska landnámshænan. Við vorum með geitur á Stað, áður en við fluttum á Ferjubakka II.

Þar sem við erum nýflutt og varla búin að koma okkur fyrir verðum við að sjá til hvort og þá hve mikið við verðum með af geitum en ef möguleikar eru á þá verður geitarækt hjá okkur í framtíðinni.

Kiðlingar eru yndislegir leikfélagar, fljótir að læra, hændir að manninum og skemmtilegir. Séu þeir tamdir elta þeir mann eins og hundar og hoppa og skoppa útum allt.

Kiðlingar eru yndislegir leikfélagar, fljótir að læra, hændir að manninum og skemmtilegir. Séu þeir tamdir elta þeir mann eins og hundar og hoppa og skoppa útum allt.

Geitamjólk er valkostur fyrir marga sem ekki þola að drekka kúamjólk eða nota afurðir sem innihalda hana. Geitaostar hafa sérstakt bragð og sumir einnig sérstakan lit (brúnir) og væri gaman að sjá eitthvað af honum koma á markað. Til þess að svo megi verða þarf að nást ákv. lágmarksfjöldi mjólkandi huðna og stefnum við að því að gera tilraunir með slíkt ef við náum að vera með nægan fjölda.

Hafrarnir fá æði stór horn þegar þeir vaxa úr grasi, en yfirleitt eru þeir afar geðgóðir svo maður þarf ekki að vera hræddur um að þeir reki þau í mann, nema ef vera skyldi fyrir slysni því þau verða svo fyrirverðamikil.

Geithafur

Hafrarnir fá æði stór horn þegar þeir vaxa úr grasi, en yfirleitt eru þeir afar geðgóðir svo maður þarf ekki að vera hræddur um að þeir reki þau í mann, nema ef vera skyldi fyrir slysni því þau verða svo fyrirverðamikil. Það er því mikilvægt að spekja þá hafra sem maður ætlar að hafa til undaneldis svo maður þurfi ekki að vera að slást við þá heldur geti teymt þá með sér þangað sem maður þarf að fara með þá hverju sinni.

Kiðlingarinr Askur og Embla.

Kiðlingarnir Askur og Embla.

Þeir temjast ekki ósvipað og hestar. Benni sér um hrossatamningarnar en Sigga um geitatamningarnar.