For the love of life, for the love of horses!

Close Icon
   
Contact Info     Tel: +354 893 1793 / +354 863 6895

Grunnur að góðri samvinnu

JONB9327_kristin_thokki_netÍ Focus: Kristín Lárusdóttir og Þokki frá Efstu Grund – heimsmeistarar í tölti 2015.

Hnakkur er íþróttatæki sem gerðar eru miklar kröfur til. Hann hefur það erfiða hlutverk að tengja tvo ólíka líkama – knapans og hestsins – þannig að úr verði ein samræmd heildarmynd.

Til að hanna slíkan grip svo vel sé þarf þekkingu á  líkamsbyggingu bæði manns og hests, þekkingu á grunneðli hestsins og gangtegundum, þekkingu og færni í smíði þess besta sem hægt er að bjóða upp á í reiðtygjaframleiðslu og leðurvinnu, úrvalshráefni og fagmennsku á öllum þeim sviðum sem koma þessu máli við. Benni’s Harmony hnakkarnir eru afrakstur slíkrar samvinnu fagmanna í reiðmennsku og reiðtygjaframleiðslu.

Benni Líndal

Benni Líndal

Söðlasmiður frá Stübben sveigir virkið á sýningu

Söðlasmiður frá Stübben sveigir virkið

Benni´s Harmony eru hnakkar hannaðir af Benedikt Líndal, reiðkennara A og tamningameistara Félags Tamninganna.  Hinn heimsþekkti reiðtygjaframleiðandi Stübben í Sviss, sem er leiðandi í framleiðslu á hnökkum í hæðsta gæðaflokki er samstarfsaðili Benedikts og framleiðandi Benni´s Harmony reiðtygjanna.

Hnakkarnir
Það sem gerir þessa hnakka sérstaka er að þeir eru hannaður með velferð hestsins í huga.
Til að hestur geti lært og tekið framförum þarf honum að líða vel. Lögun hnakkanna gefur knapanum frábært sæti sem  laðar fram góða ásetu. Sérstök vinna hefur og verið lögð í að gera sætið mjúkt og þægilegt fyrir knapann.

Virki Benni's Harmony hnakkanna

Virki Benni’s Harmony hnakkanna

Virkið er uppistaða hnakksins. Í hverjum Benni´s Harmony hnakk er sérhannað Stübben fjaðurvirki sem búið er til úr óbrjótanlegri efnablöndu og myndar opinn ramma með stálfjöðrum, spennt með breiðum hampböndum.

Virkið er sveigjanlegt bæði þversum og á ská og fjaðrar við hverja hreyfingu hestsins.  Knapinn situr um það bil í miðju hnakksins því aðeins þannig getur fjaðurvirki virkað rétt.  Stübben hnakkvirkið er með vissri tækni „forspennt“, sem þýðir að tog og þrýstikraftur hafa góða samvirkni.  Við hreyfingu hestsins og þunga knapans myndast fjöðrun í virkinu.  Vegna sveigjanleikans í virkinu og þess  að dýpsti punktur er u.þ.b. í miðjunni lagar hnakkurinn sig eftir baki hestsins og knapinn situr inni í hreyfingunni og kemur þetta í veg fyrir að álagspunktar myndist.

Hnakkur getur aldrei orðið betri en virkið sem er inni í honum. Virkið er sál hnakksins. Móttök eru löng, gjarðarsylgjur eru fyrir neðan hnakklafið og knapinn er mjög nærri hestinum með lærin og kálfann.  Stutt gjörð, mjúk en níðsterk er notuð með hverjum hnakk.

Virkið í Benni's Harmony hnakknum

Virkið í Benni’s Harmony hnakknum

Þegar hnakkurinn er girtur lendir gjörðin strax þar sem bolur hestsins er grennstur, þ.e. u.þ.b. handarbreidd fyrir aftan framfót. Þetta ásamt góðri þyngdardreifing knapans í hnakknum gerið það að verkum að hnakkurinn situr yfirleitt vel og það er engin hætta á að þrengt sé að öndunarfærum hestsins, sem gerist t.d  þegar girt er aftarlega.

Hnépúðar eru ofarlega undir hnakklöfum og gefa þægilegan stuðning við læri knapans, en hnéð sjálft er „frjálst“. Undirdýnur eru fylltar með náttúrulegri ull að Portos undanskyldum (sjá Portos) og er bilið á milli þeirra það mikið að engin hætta er á núningi á hryggjarliði hestsins.

Sé gjörðin á réttum stað liggur einnig hnakkurinn rétt, sem er nálægt 2 – 4 fingurbreiddum fyrir aftan herðablað. Bógur hestsins er þá frjáls og knapinn situr mjög nærri þyngdarpunkti hans.

Benni´s Harmony hnakkarnir fást í eftirtöldum gerðum: Adventure, Comfort, Focus, Portos og Junior. Eldri gerðirnar Allround og Elegant, sléttir eða með rifflaðri sætisdýnu (RS) eru og fáanlegir eftir sérpöntunum. Fyrir velferð hestsins er sama hver hnakkurinn er valinn, því sama virkið er í þeim öllum, aðeins spennt á mismunandi hátt.

Allar gerðir eiga jafnt við í tamningum, ferðalögum, keppni ofl.  Hér ræður einungis smekkur knapans.

Mögulegt er að fá alla Benni´s Harmony hnakkana í þremur stærðum (virkið misgleitt að framan – 30, 31 og 32 cm.).  Fyrir langflesta hesta er miðstærðin heppileg en fyrir hesta með sérstsklega rýrar herðar eða hesta sem eru mjög breiðir yfir herðarnar er rétt að athuga með aðrar stærðir. Sæti eru í tveimur lengdum; M: 17,5 og S: 17,0.

Leðrið sem notað er í Benni´s Harmony hnakkana er fyrsta flokks nautsleður. Með notkun nýjustu tækni ásamt yfir 100 ára gamalli hefð í sútun húðanna og annarri meðferð á hráefninu hjá framleiðanda verður til hágæðaleður með fallegri áferð og sérkennum. Leðrið er litað skv. evrópskum stöðlum um umhverfisvernd og fást hnakkarnir í hefðbundnum svörtum lit, en einnig í sérstaklega fallegum dökkbrúnum lit.

Biomex er upphleyptir tíglar í sæti sem eru hugsaðir til að létta áreiti af rófubeini knapans og minnka álag á hryggsúlu hans til að hann þreytist síður í baki. Bónusinn er að sætið verður einstaklega mjúkt um leið.

Hægt er að sérpanta lengri löf ef knapar eru mjög fótlangir. Með hverjum hnakk fylgir hlífðaryfirbreiðsla.

Benni's Harmony