For the love of life, for the love of horses!

Close Icon
   
Contact Info     Tel: +354 893 1793 / +354 863 6895

Harmony logo   arrow

Benni's Harmony

Við erum afar stolt af merkjunum/logounum okkar og þau hafa að sjálfsögðu ákveðna merkingu – bæði útlitslega og litirnir í þeim.

Benni´s Harmony logoið hannaði Sigga árið 1985 þegar við hófum starfsemi sem kallaðist Benni´s Trips og snérist um langar hestaferðir um Vesturland og á Snæfellsnes. Þegar svo Benni hóf að framleiða hnakka í samvinnu við Stübben-verksmiðjuna í Sviss árið 1995 ákváðum við að nota logoið og skipta út Trips fyrir Harmony. Það orð hefur verið einkunnarorð og útgangspunktur hjá okkur meðvitað og ómeðvitað allan okkar búskap. Benni´s Harmony logoið er á öllum reiðtygjum og kennsluefni sem Benni hefur með að gera.

Nýja Harmony-merkið okkar er regnhlífarmerki fyrir allt hitt sem við erum að fást við. Það er hannað af Axel Jón Fjeldsted hjá Grafík og merkir líkami og andi í Harmony.

Harmony brúnt merki

Harmony brúnt merki

Harmony fjólublátt

Harmony fjólublátt

Harmony merki Indigo blátt

Harmony merki Indigo blátt

Drekinn/ormurinn: Tákn limbíska systems líkamans, sem er í raun mænan og orkustöðvarnar. Jafnvægi.

Hringurinn táknar og að allt fer í hring í náttúrunni – upphaf og endir haldast í hendur.
Fiðrildi: Tákn andans. Heilt fiðrildi er heill andi. Andlegt heilbrigði.

Brúnn: Litur móður jarðar. Tákn fyrir sköpun, framkvæmdarþrá, að njóta, bjartsýni, eldmóð,
tilfinningatengsl, samhljóm og frjósemi.

Aðrir litir sem notaðir eru í þessu logoi s.s. Indigoblár og fjólublár eru notaðir t.d. í tengslum við námskeið eða kennslu sem hefur þá meiri tilvísan í þá liti og þær orkustöðvar sem hafa með þessa liti að gera.