For the love of life, for the love of horses!

Close Icon
   
Contact Info     Tel: +354 893 1793 / +354 863 6895

Hnakkakynningar   arrow

Það er mikilvægt að hnakkurinn sem þú kaupir henti þér og til þess er vissara að prófa hann á hesti, allra helst á hesti sem þú þekkir. Þannig færðu réttan samanburð.

Það er mikilvægt að hnakkurinn sem þú kaupir henti þér og til þess er vissara að prófa hann á hesti, allra helst á hesti sem þú þekkir. Þannig færðu réttan samanburð.

Góður hnakkur sem endist vel er töluverð fjárfesting og því er það mikilvægt að hafa tækifæri til að geta prófað mismunandi gerðir hnakka á hesti áður en ákvörðun er tekin. Maður þarf sjálfur að “fíla” hnakkinn og það getur aðeins maður sjálfur sagt til um eftir að hafa prófað.

Ég býð uppá þá þjónustu að heimsækja staði þar sem nokkrir aðilar taka sig saman og kynna á faglegan hátt grundvallaratriði í hnakkagerð. Síðan kemur fólk með hesta sína eða fær lánaða hesta hjá öðrum og prófar hinar ýmsu gerðir hnakka og fær tíma til að mynda sér sína eigin skoðun.

Hnakkakynningar-þjónustan kemur til með að standa hestamönnum til boða eins og áður. Hafir þú eða hestamannafélag þitt áhuga á slíku, vinsamlegast látið mig þá vita sem fyrst vegna nauðsynlegrar skipulagningar.

Ef þú hefur áhuga á að prófa Benni’s Harmony-hnakk getur þú leitað til mín. Ég býð fólki í hnakkakaupahugleiðingum uppá að lána því hnakka til prufu í 3 daga. Sjá nánar um framkvæmd þess undir flypanum „Skilmálar“.

Þú getur pantað hnakkakynningu í síma 437 1793 / 863 6895 eða með því að senda okkur tölvupóst harmony@inharmony.is