For the love of life, for the love of horses!

Close Icon
   
Contact Info     Tel: +354 893 1793 / +354 863 6895

Hrossarækt   arrow

Gola frá Eyri

Andvari frá Stað f.2013 & Hæra frá Skefilsstöðum

Markmiðið er að rækta geðgóð, falleg og traust hross sem skemmtilegt er að ríða. Einnig að ná fram samræmi í byggingu sem gefur gott jafnvægi á gangtegundum. Hryssurnar sem eru í ræktun hjá okkur í dag og flestöll hrossin sem notuð eru við vinnu, námskeiðahald og kennslu koma frá Hrossaræktarbúinu Eyri í Flókadal. Við sáum um rekstur og starfsemi þess bús í 14 ár og þegar það hætti rekstri keyptum við hrossin og héldum áfram þar sem frá var horfið.

Við erum í dag með hóp af efnilegum, spennandi, vel ættuðum ungum hrossum ásamt traustum grunni taminna eldri hrossa og tvær stólpa ræktunarhryssur. Hlutverk þessara hrossa er að mestu tengt námskeiðahaldi á Finnstöðum – sem er kynnt annarsstaðar á síðunni.

DSC04426Aðstaða Land Finnsstaða er víðáttumikið og fjölbreytt – spannar frá Lagarfljóti upp á fjalllendi í átt til Fjarðarheiðar. Þar eru grasgefnar flæðiengjar, tún og gróið fjalllendi og um það renna tvær bergvatnsár með hreinu og tæru íslensku fjallavatni.

Þetta eru kjöraðstæður til uppeldis hrossa, þau hafa nóg pláss, fjölbreyttan gróður og mismunandi landslag til að þroska með sér frumkvæði, sjálfstæði, styrk, þol og heilbrigða hestaskynsemi. Þetta eru gífurlega mikilvæg atriði þegar kemur að því að viðhalda hinum frjálsa, næma og eðlisforvitna íslenska hesti. Ef vel tekst til með geðslag eru slíkir hestar afar ánægjuleg viðfangsefni í allri samvinnu.