For the love of life, for the love of horses!

Close Icon
   
Contact Info     Tel: +354 893 1793 / +354 863 6895

Jarðarmóðir   arrow

Jarðarmóðir. ©sigga

Jarðarmóðir. ©sigga

Sigga sér um að skipuleggja og halda utan um starfssemi Harmony, svara fyrirspurnum og taka við pöntunum auk þess að leggja inn í námskeiðin sínar áherslur og taka þátt í kennslu. Hún sér einnig um að elda og baka fyrir námskeiðsgesti og undirbúa aðstöðu þeirra á þann hátt að þeim líði vel meðan á dvölinni stendur.

Sigga er jarðarmóðir og undir þann starfsvettvang fellur ýmislegt sem lýtur að virðingu fyrir lífinu, jörðinni, samferðafólki okkar og öðrum lífverum. Einnig áminning um skyldur okkar við móður jörð og nauðsyn þess að fara eftir lögmálum hennar til að hún geti áfram séð fyrir öllum þörfum okkar.

Hún hefur stundað búskap með hross, sauðfé og geitur í 30 ár og hefur lokið námi í lífrænum landbúnaði frá Landbúnaðarháskóla Íslands og kennsluréttinda-námi í Vistræktarhönnun (Permaculture Design Certificate Course) sem haldið var á vegum Norsk Permakultur Forening á Íslandi 2014.

Hún er menntaður hómópati frá College of Practical Homeopathy í London og með viðbótarnám í hómópatíu fyrir hesta frá Institut Kappel Wuppertal í Þýskalandi.

Sigga hefur skrifað og fengið birtar í tímaritum og á internetinu greinar um heilsutengt efni og efni sem snýr að sjálfbærum landbúnaði. Sumar þessara greina er að finna hér á síðunni undir takka merktur „Greinar„.