For the love of life, for the love of horses!

Close Icon
   
Contact Info     Tel: +354 893 1793 / +354 863 6895

Landnámshænur

Íslenskar landnámshænur

Íslenskar landnámshænur

Íslenskar hænur í öllum regnbogans litum eru á bænum – til ánægju og yndisauka en einnig til að sjá heimilisfólki fyrir eggjum. Hænurnar sem eru hjá okkur eru upprunnar frá Víðivöllum Fremri. Þær ganga lausar og fara út og inn að vild og eru fóðraðar á matarafgöngum og lífrænt ræktuðu heilkorni (byggi) frá Vallarnesi.

Áhugavert og til umhugsunar:

“Erfðaauðlindir fara óðum þverrandi og rannsóknir undanfarinna ára sýna að helstu stofnar húsdýra eru margir úr sér gengnir hvað varðar erfðafjölbreytileika. Um er að ræða varhugaverða þróun sem íslenski hænsnastofninn hefur ekki farið varhluta af en hann telur í dag aðeins um 3000-4000 fugla. Rannsóknir sem fram hafa farið á íslensku búfé hafa undirstrikað sérstöðu íslensku stofnanna og sýnt að þeir geta geymt áhugaverðan breytileika þrátt fyrir takmarkaða stofnstærð og má því vel vera að íslenski hænsnastofninn geti orðið uppspretta einstakra genasamsæta sem nýta megi við kynbætur.”

Úr grein eftir Jón Hallstein Hallsson, erfðafræðings við Landbúnaðarháskóla Íslands um erfðrannsóknir á íslenska hænsnastofninum.