For the love of life, for the love of horses!

Close Icon
   
Contact Info     Tel: +354 893 1793 / +354 863 6895

Vistrækt

Líf á jörðu

Líf á jörð í okkar höndum

Líf á (bú)jörð –  tilraun okkar til að leyfa fólki að kynnast þeim áherslum sem við höfum í búskap, hestamennsku og lífssýn.

Fólk fær tækifæri til að fá kennslu og taka þátt í í búskaparháttum sem miða að lífsstíl í sem mestri sátt við náttúruna og eðlilegar þarfir þess búsmala sem við erum með hverju sinni.

Þessir búskaparhættir taka tillit til og uppfylla eðlilegar þarfir búsmalans við tamningu, umhirðu, aðstöðu, fóðrun og alla aðra umgengni.

Þetta kallar á umhverfisvænan landbúnað og dýrahald og mannvænt umhverfi, vinnu og samskipti fólks og fénaðar þar sem virðing fyrir lífinu og jörðinni og þeim lögmálum sem þar gilda er höfð að leiðarljósi.

Hügelbed - Hólbeð Fyrstu skóflustungurnar við gerð hólbeða fyrir berjatrjáarækt sumarið 2014.

Hügelbed – Hólbeð
Fyrstu skóflustungurnar við gerð hólbeða fyrir berjatrjáarækt sumarið 2014.

Eitt af því sem við leggjum áherslu á er að hlúa að upprunalegu íslensku búfjárstofnunum.

Helgarnámskeið  skv. samkomulagi frá hausti og framundir vor. Hefjast haust 2014.

Hringlaga grænmetis- og kryddjurtabeð líta dagsins ljós - torfhleðsla í kring.

Hringlaga grænmetis- og kryddjurtabeð líta dagsins ljós – torfhleðsla í kring.