For the love of life, for the love of horses!

Close Icon
   
Contact Info     Tel: +354 893 1793 / +354 863 6895

Lúpínuseyði   arrow

LupinuseydiAlmennar upplýsingar um notkun og innihald
Þetta seyði hefur verið notað í áratugi af ómældum fjölda fólks, ungum og öldnum og mér vitanlega aldrei valdið neinum vandræðum. Sumir setja bragðið fyrir sig – það er afar sérstakt en ekki sterkt. Það er um að gera að blanda seyðið samanvið ferskan ávaxtasafa, berjasaft, engiferdrykk eða annað bragðgott og hollt, ef erfitt er að drekka það eitt og sér.

Meðan seyðið var á boðstólnum var það afhent tilbúið til notkunar þ.e. soðið og komið á flöskur. Sú vara sem hér er verið að bjóða er hins vegar ósoðin, þ.e. hver pakki inniheldur jurtir fyrir suðu sem endist í 2-3 vikur eftir því hversu mikið er drukkið. Hægt er að sjóða fleiri en eina pakkningu í einu og setja á plastflöskur (t.d. tómar 2ja lítra gosflöskur) og geyma í frysti. Með því sparast tími og vinna og fyrir þá sem eru að drekka seyðið að staðaldri yfir lengri tíma hentar þetta fyrirkomulag sérstaklega vel.

Þeir krabbameinssjúklingar sem nota seyðið ættu hins vegar að nota það sem ferskast – ekki eldra en 2ja daga gamalt. Þeir geta skipt pakkningunni og soðið oftar með minna vatni og á þann hátt alltaf verið með ferskan drykk. Þeir geta byrjað á að drekka 3-5 dl. daglega, fyrstu 7-10 dagana en minnka svo skammtinn niður í 3 dl. daglega og halda þeim skammti.

Sumir hafa drukkið seyðið sér til almennrar heilsubótar án þess að vera með nokkurn heilsubrest á meðan aðrir hafa drukkið það eftir að hafa verið greindir með alvarlega sjúkdóma eða endurteknar sýkingar og/eða veikindi sem benda til að ónæmiskerfið sé ekki nógu öflugt. Flestir hafa notað það meðfram lyfja- og geislameðferð við krabbameini.
Seyðið hefur mild, blóðþynnandi áhrif og ætti fólk á blóðþynningslyfjum að hafa það hugfast og ekki drekka mikið magn seyðisins. Venjulegur skammtur er um 3 dl. dagl. fyrir fullorðna.

Innihald
Jurtirnar í lúpínuseyðinu eru lúpínurót, ætihvönn, geithvönn, njóli og litunarmosi. Pakkningin „Lúpínuseyði Ævars“ inniheldur 110 gr. af þessum jurtum, þurrkuðum og möluðum. Við suðu á einni pakkningu verða til um 4 lítrar af seyði í það heila.

_____________________________________________________________________________________

Sottabrattann

Eftirfarandi texti er skrifaður af Ævari Jóhannessyni og tekinn úr æviminningum hans, sem komu út í bókinni „Sótt á brattann“ árið 2007 og gefin var út hjá Bókaútgáfunni Skjaldborg.

Upplýsingar um jurtirnar í lúpínuseyðinu –

Lúpínurót (Radix lupinus nootkatensis)
Lúpínur tilheyra belgjurtaættinni og eru raunar baunategund (úlfabaunir) og skyldar t.d. smára og umfeðmingi. Allar belgjurtir lifa í sambýli við bakteríur sem lifa á rótum þeirra og mynda þar smá hnúða. Þessar bakteríur vinna köfnunarefni úr loftinu sem þær nota sjálfar til eigin þarfa. Auk þess er heilmikið afgangs, sem jurtin geturn nýtt sér.

Þegar lúpínan hefur notað allt það köfnunarefni sem hún þarf er þó enn eftir köfnunarefni sem fer út í jarðveginn sem köfnunarefnissölt, sem aðrar jurtir geta nýtt sér.

Á rótarhárum lúpínanna eru kirtlar sem gefa frá sér ediksýru. Ediksýran leysir upp bergmylsnu svo að steinefni og fosfórsambönd úr bergmolunum og sandkornum í moldinni verða aðgengileg sem næring fyrir jurtir. Sé lúpina sett í hreinan blágrýtissand vex hún þar prýðilega og að nokkrum árum liðnum hefur hún myndað gróðurmold sem auðug er af köfnunarefni, fosfór og steinefnum, sem aðrar jurtir sem koma í kjölfarið geta nýtt sér.

Root of the Alaska Lupin (Radix lupinius nootkatensis)

Rót af Alaska Lúpinu (Radix lupinius nootkatensis)

Flestar eða allar belgjurtir mynda efnasambönd sem nefnd eru ísóflavonar eða ísóflavon-efni. Þessi efni hafa veika östrógen-virkni og geta bundist östrógenviðtökum í frumum og komið þá í stað sterkari östrógenhormóna, t.d. östradiol. Sá er þó munurinn, að sterk östrógenefni hvetja myndun sumra krabbameina en veik östrógenefni draga úr eða hindra sömu krabbamein.

Sumar belgjurtir, t.d. rauðsmári, hafa beinlínis verið notaðar sem alþýðulyf við krabbameini.

Rannsóknir við Háskóla Íslands sýna einnig að í extrakti úr lúpínurót eru öflug ónæmishvetjandi efni, sem þó hefur ekki ennþá tekist að finna hver eru og hvort eru þekkt. Sennilega eru þetta fjölsykrur.

Ætihvönn (Angelica archangelica)
Ætihvönn er ævaforn lækningajurt og kryddjurt. Talið er að töluverður útflutningur hafi verið á hvannaafurðum frá Norðurlöndum um það leyti sem Ísland byggðist, því að hvönn frá norðlægum löndum var talin betri en hvönn frá suðlægum slóðum. Ef til vill hefur íslensk hvönn verið útflutningsvara á söguöld.

Angelica archangelica is an age-old medicinal plant and spice.

Ætihvönn / engilsjurt: Angelica archangelica er ævaforn lækningar- og kryddjurt

Á flestum Evrópumálum, öðrum en Norðurlandamálum, er nafnið á hvönn kennt við engil, sem þjóðsaga hermir að birst hafi munki eða nunnu í klaustri einu, þegar svartidauði herjaði í Evrópu. Engillinn hélt á hvönn í hendinni og sagði munkinum eða nunnunni að taka þessa jurt og búa til af henni seyði og drekka. Þá myndi ,,pestin“ (svarti dauði) ekki valda honum eða henni skaða. Þetta fór eftir og allir aðrir í klaustrinu dóu úr ,,pestinni“. Síðan var hvönn nefnd ,,angelica“, sem útleggja má ,,engilsjurt“.

Þessi þjóðsaga bendir til að sagan sé eldri en kristni á Norðurlöndum, því að ekkert Norðurlandamálið tók upp nafn engils á hvönninni. Sagan bendir og stertklega til þess að mikil trú hafi verið á lækningarmætti hennar og að eins konar helgi hafi jafnvel verið á henni.

Miklar rannsóknir hafa verið gerðar við Háskóla Íslands til að leita að læknandi efnum í henni sl. áratug. Sennilega eru það mestu rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis á einni jurt. Komið hefur í ljós að í henni eru mörg áhugaerð efnasambönd, m.a. nokkur furanokúmarin-efni sem hafa öfluga líffræðilega virkni.

Sum þessi efnasambönd virðast hafa áhrif á krabbameinsfrumur í þá átt að drepa þær eða hindra þær í að skipta sér, án þess að heilbrigðar frumur hljóti teljandi skaða um leið. Þá hafa fundist í hvönn veiruhemjandi efnasambönd og efni sem hvetja ónæmiskerfið, auk ýmissa annarra efna sem of langt mál er að ræða um hér.

Jurtalyfi Angelica var fyrsta afurðin úr ætihvönn sem farið var að framleiða til sölu hér á landi.

Geithvönn (Angelica silvestris)
Geithvönn er náskyld ætihvönn en þó er töluverður munur á efnainnihaldi þessara annars náskyldu tegunda. Sum efnin eru að vísu þau sömu, en önnur, þ.á.m. sum virkustu efnin gegn krabbameini, eru í allt öðrum hlutföllum í geithvönn en ætihvönn. Í báðum hvannategundunum hafa fundist mjög virk efni gegn krabbameinsfrumum í ræktun, en þó eru þetta ekki sömu efnin.

Geithvönn, Angelica silvestris, er náskyld ætihvönn en þó er töluverður munur á efnainnihaldi þessara annars náskyldu tegunda.

Geithvönn, Angelica silvestris, er náskyld ætihvönn en þó er töluverður munur á efnainnihaldi þessara annars náskyldu tegunda.

Í ætihvönninni eru virku efnin fyrst og fremst nokkur furano-kúmarinefni og eru efni sem nefnd eru imperatorin og xanthotoxin einna virkust. Þau hafa líka bólgueyðandi virkni. Önnur kúmarin-efni eru t.d. verkjastillandi og enn önnur hafa sértækar verkanir á taugakefið. Sum þessara efna eru í báðum hvannategundunum.

Virkasta efnið í geithvönn er þó ekki kúmarin, heldur efni sem nefnist ,,bisabol-angelon“. Það virðist mörgum sinnum öflugara til að drepa krabbameinsfrumur í ræktun en virkasta kúmarin-efnið.

Ég bind miklar vonir við þetta efni fáist fé til að rannsaka það nánar. Það hefur þó þann galla að brotna frekar hratt niður í vatnslausn, svo að helst þarf að nota hana fljótt eftir að hún er búin til. Svo þarf að gera dýratilraunir áður en hægt er að ákvarða hversu mikið á að nota af þessu efni og hvort það er eitrað í stórum skömmtum.
Dálítð er af bisabol-angelon í lúpínuseyðinu en e.t.v. mætti nota miklu meira af geithvönn í það en ég hef gert.

Kosturinn við bisabol-angelon er aftur á móti sá, að það leysist vel upp í vatni og þarf því skamma suðu til að ná því í vatnsupplausn – og það er sennilega mjög öflugt krabbameinslyf.

Njóli (Rumex longifolius)

Dockyard dock, Rumex longifolius, listed in most herbal remedy books as blood cleansing and sometimes as enhancing urine production.

Njóli (Rumex longifolius) í flestum grasalækningarbókum talinn blóðhreinsandi og stundum þvagdrífandi.

Njóli er í flestum bókum um jurtalækningar talinn blóðhreinsandi og stundum þvagdrífandi. Nýlegar rannsóknir benda til að njóli og fleiri skyldar jurtir kunni að hamla eða hindra ensím sem nefnt er laktat dehydrogenasi. Þetta ensím er nauðsynlegt til að loftfirrð orkuvinnsla fari fram í frumum líkamans. Það getur verið mikilvægt í sambandi við krabbamein, því að haldið hefur verið fram að krabbameinsfrumur vinni mestalla orku sína á þann hátt að nýta ekki súrefni, heldur orkuvinnslu sem grundvallast á gerjun.

Sé áðurnefnt ensím gert óvirkt geta krabbameinsfrumurnar ekki framleitt neina teljandi orku og veslast upp. Heilbrigðar frumur mynda sína orku aftur á móti aðallega með öndun, eða efnaskiptum sem nota súrefni, og verða því ekki fyrir neinum teljandi skaða.

Sé þessi kenning rétt eru jurtir af súruættinni t.d. njóli, hundasúra og rabarbari, verulega áhugaverðar í sambandi við krabbameinslækningar.

Hvað sem því líður er hundasúra ein aðaljurtin í krabbameinsjurtalyfinu Essiac, sem mikið er notað vestanhafs og víðar.

Litunarmosi (parmelia saxatilis)
Litunarmosi er flétta eða skóf sem vex á steinum og stöku sinnum á birkistofnum. Að mínu mati er litunarmosinn ein áhugaverðasta lækningajurt sem við eigum. Ekki fyrst og fremst vegna þess að hann lækni krabbamein, sem ég reyndar efa að hann geri einn og sér, heldur vegna þeirra merkilegu áhrifa sem hann hefur á meltinguna og margt fleira.

Litunarmosi, Parmelia saxatilis, er flétta eða skóf sem vex á steinum og stöku sinnum á birkistofnum. Að mínu mati er litunarmosinn ein áhugaverðasta lækningajurt sem við eigum.

Litunarmosi, Parmelia saxatilis, er flétta eða skóf sem vex á steinum og stöku sinnum á birkistofnum. Að mínu mati er litunarmosinn ein áhugaverðasta lækningajurt sem við eigum.

Næstum því ekkert er til í bókum um litunarmosa til lækninga og sennilega var Þórunn grasakona, móðir Erlings Filippussonar grasalæknis og þeirra systkina, fyrst til að nota litunarmosa til lækninga á Íslandi. Afkomendur hennar hafa alla tíð síðan notað litunarmosa mikið og sennilega nota flestir sem fást við grasalækningar hér á landi hann eitthvað.

Líklega er litunarmosi örveruhamlandi gegn flestum algengum sýklum og sveppum sem herja á meltingarfærin. Vel má vera að hann hindri og drepi Helicobacter pylori, magasársbakteríuna, sem mér finnst raunar ekki ólíklegt. Þó tek ég fram að ég hef engar læknisfræðilegar heimildir fyrir neinu af þessu, aðeins áralanga reynslu, bæði mína og annarra sem notað hafa þessa frábæru lækningajurt.

Rannsóknir Steinþórs Sigurðssonar hjá Háskóla Íslands sýna að litunarmosi hefur öflug áhrif á ónæmiskerfið, sem trúlega stafa frá einhverjum fjölsykrum í honum.

Að lokum
Hér hef ég farið lauslega yfir það helsta sem vitað er um jurtirnar í seyðinu, sem ég hef búið til í hartnær hálfan annar áratug. Eins og ég hef lýst annars staðar fékk ég uppskriftina að þessu seyði eftir dulrænum leiðum frá Svarta-Hauki og Eggert Briem, lækni, sem þá var látinn fyrir nokkrum árum. Margt það sem nú er vitað um verkanir og efnainnihald þessara jurta var alls ekki þekkt þegar ég fékk þessar upplýsingar, en var fyrst vitað mörgum árum seinna við rannsóknir Sigmundar Guðbjarnasonar og samstarfsmanna hans við Háskóla Íslands. Þessum rannsóknum er langt frá því að vera lokið enn og vel má vera að við eigum eftir að fá fleiri spennandi upplýsingar á komandi árum.

Ég álít að þó að búið sé að gera heilmiklar rannsóknir á jurtunum þurfi þó að rannsaka sumar jurtirnar töluvert meira en búið er. Slík rannsóknarvinna er mjög kostnaðarsöm og verður ekki gerð nema að hafa mikla peninga handa á milli. Þá er hver milljónin fljót að hverfa. Einnig þyrfti að þróa aðferðir til að setja virku efnin í pillur, hylki eða belgi, en það er grundvöllur þess að hafa efnin til sölu og til að þau geymist óskemmd. Vissulega hefur töluvert verið gert í þessa átt, en betur má ef duga skal.

Nýlegar rannsóknir á ætihvönn sýna að mjög virk efni gegn krabbameinsfrumum finnast í ætihvannarlaufum. Þetta eru allt önnur efni en í fræjunum. Að undanförnu hef ég því notað ætihvannalauf til jafns við ætihvannarfræ í seyðið.

Persónulega hef ég gríðarlega mikinn áhuga á að rannsaka meira bisabol-angelon í geithvannarfræjum og hvort gera megi það efni þolnara í geymslu, t.d. með því að þurrka það eða extrakt úr geithvannafræjum og e.t.v. blanda í hann efnum sem hindra skaðleg áhrif andrúmsloftsins á virku efnin í honum.

En fyrst þarf að staðfesta eða hrekja, hvort efnið er eins gott og krabbameinslyf og ýmislegt bendir til að það sé og ég trúi að eigi eftir að koma í ljós.

Síðan þarf að gera dýratilraun, t.d. á músum, og sjá þannig hversu stóra skammta þarf að nota og hvort stórir skammtar eru skaðlegir til neyslu.

Verði þetta allt gert hef ég trú að við sjáum fljótlega árangur sem tekið verður eftir.

Meira um lúpínuseyðið s.s. áhrif á ýmsa sjúkdóma er að finna í æviminningum Ævars, Sótt á brattann.