For the love of life, for the love of horses!

Close Icon
   
Contact Info     Tel: +354 893 1793 / +354 863 6895

Ráðleggingar   arrow

Lúpina

Lúpina

Þeim sem vilja taka inn Lúpínuseyði Ævars – sér til heilsubótar án þess að vera veikir – nægir að taka eina teskeið 2-3svar sinnum daglega. Því má blanda útí ávaxtasafa, berjasafa eða aðra góða drykki eða taka inn eitt og sér. Einnig má blanda eplaediki saman við – nokkrum dropum fyrir börn og teskeið fyrir fullorðna.

Þegar verið er að hafa til seyði í slíka notkun er best að hella því á litlar flöskur eða setja í klakapoka og í frysti og taka svo upp eftir þörfum og þýða. Seyðið hefur mild, blóðþynnandi áhrif. Fólk á blóðþynningslyfjum ætti ekki að drekka mikið magn af því yfir lengri tíma.

Hér á eftir koma ráðleggingar mínar til fólks með krabbamein
Þessar ráðleggingar eru eftir minni persónulegu reynslu og það er á ábyrgð hvers og eins hvort hann fer eftir þeim eða ekki. Þær koma ekki í stað ráðlegginga frá lækninum þínum.

– Ég vek athygli á að hægt er að fá ofnæmisviðbrögð við nánast hverju sem er og eru bætiefni, jurtir og hollur matur þar engin undantekning. Ekki það að ég reikni með slíkum viðbrögðum, en það er gott að vita af því að sá möguleiki er fyrir hendi.
Þegar byrjað er að taka inn nýja matartegund, fæðubótarefni eða jurtir skyldi það því ávallt gert af ákv. varfærni.
– Ég myndi aðeins taka inn eitt nýtt efni/mat í einu og ef engin vandræði koma fram við inntöku þess innan viku tíma, ætti að vera óhætt að prófa það næsta osfrv. Þannig er hægt að bæta jafnt og þétt inn þeim efnum/jurtum/mat sem maður ætlar að taka og fylgjast með viðbrögðunum við þeim í líkamanum.
-E f fram koma óæskileg einkenni, skyldi hætta inntöku á því efni/mat/jurt, sem síðast var byrjað að taka inn og athuga hvort einkennin hverfa. Þau ættu að gera það þegar efnið hreinsast út úr líkamanum. Sleppa að taka inn það sem  ekki fer vel í mann, þó það sé öðrum hollt, því það er þá ekki að virka til bóta fyrir mann sjálfan.

Mín reynsla er sú að krabbamein sé bæði þrálátur og lúmskur sjúkdómur sem erfitt er að losna við og að í viðureigninni við hann þýði engin vettlingatök. Mér hefur einnig sýnst að bestan árangur gefi að takast á við sjúkdóminn af fullri alvöru straxfrá því hann uppgötvast og nota til þess það besta sem á boðstólnum er, bæði úr hefðbundnum og óhefðbundnum meðferðum.

Til viðbótar við lúpínuseyðið mæli ég með eftirfarandi fyrir mína skjólstæðinga:

*  Hverri þeirri meðferð sem styrkir og styður við andlega líðan og minnkar streitu.

*  Öllu sem styrkir ónæmiskerfið s.s. mataræði, bætiefnameðferð, meðferð með jurtum, líkamsrækt ofl.

* Öllu sem styrkir meltinguna þannig að fólk nýti matinn sem það borðar og haldi þannig frekar heilsu og orku í gegnum þær meðferðir sem hefðbundin krabbameinsmeðferð býður uppá s.s. geisla, lyfjameðferð og skurðaðgerðir.

Andleg líðan og streita

Hver og einn þarf að finna út hvað hann þarf að gera til að auka andlega og líkamlega vellíðan sína og minnka streitu – hvort sem hún er komin til af vinnu, umhverfi, orsökuð af öðru fólki, mataræði, mengun, rafmagni eða einhverju öðru.

Tengsl milli andlegrar og líkamlegrar líðanar eru mikil og til að geta einbeitt sér að því að takast á við sjúkdóm eins og krabbamein þarf líkaminn á allri þeirri orku að halda sem hann hefur tök á.

Streita rænir fólk orku og þá verður  minna afgangs til að fást við veikindi.
Nýjustu rannsóknir benda til að líkamsrækt meðfram krabbameinsmeðferð í a.m.k. 2,5 klst. á viku sé til mikilla bóta til að öðlast og viðhalda bata.(sjá. grein á www.mercola.com frá 2.sept.2011 á slóðinni: http://fitness.mercola.com/sites/fitness/archive/2011/09/02/the-new-natural-wonder-drug-for-cancer.aspx

exercises-for-relaxation-mind-map-tony-buzan

Finndu út hvað hentar þér til að ná fram slökun og gerðu það svo eins oft og þarf til að viðhalda jafnvægi og andlegri vellíðan. Gerðu sem oftast skemmtilega hluti, hlæðu mikið og hafðu eins gaman og hægt er – búðu til þannig aðstæður t.d. með því að horfa á grínmyndir í sjónvarpinu, hitta skemmtilegt fólk sem fyllir þig gleði og orku og tileinkaðu þér jákvæðari viðhorf til að létta lífið almennt. Sumir þurfa að gera loksins það sem þeir hafa alltaf ætlað að gera en aldrei komið í verk.

Styrking ónæmiskerfisins – mataræði – bætiefni
Ég vil byrja á að benda þér á að skoða efni sem heitir Protocel. Það fæst ekki hérlendis en er hægt að kaupa í gegnum netið t.d. í gegnum vefsíðuna www.protocel.com  og þar eru einnig frekari upplýsingar um efnið.   Á youtube á slóðinni http://www.youtube.com/watch?v=NGq8IgxclyU  eru líka upplýsingar um hvað þarna er verið að tala um. Í bókinni „Outsmart your cancer“ höf. Tanya Harper Pierce er að finna 21 óhefðbundna aðferð til að vinna á krabbameini, þar af er meðferð með Protocel öflugust skv. rannsóknum höfundar.

__________________________________

Uppi er kenning um að krabbamein sé í raun eitt afbrigði sveppasýkingar (Candida Albicans) Hægt er að lesa stutta grein um það efni á vef Heilsuhringsins á eftirfarandi slóð: http://www.heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=59:er-krabbamein-eitt-afbrigei-sveppasykingar&catid=21:krabbamein&Itemid=23
Þessi kenning hefur ekki verið sönnuð en ýmislegt sem bendir til að hún geti átt við rök að styðjast. Ef við látum okkur njóta vafans og gefum okkur að þessi sé raunin er eitt af því fyrsta sem gera þarf þegar krabbamein uppgötvast, að skipta yfir á „Candida-mataræði“.

Í stuttu máli snýst það fyrst og fremst um að fjarlægja úr mat það sem Candida-sveppurinn þrýfst helst á, en það eru kolvetni. Þetta þýðir að lágmarka þarf neyslu á öllum sykri (einnig ávaxtasykri/frúktósa) á hvaða formi sem hann er, einnig á kornvörum og gerjuðum mat. Gott er um leið að taka einn kúr á ristiltvennu frá fyrirtækinu Sunnan vindar, til að hreinsa ristilinn af of miklum Candida-sveppum sem þar lifa og bæta í staðinn þarmaflóruna með inntöku á mjólkursýrugerlum.jnopbjh

___________________________

Matur sem inniheldur náttúruleg ensím s.s. hráfæði, en einnig mysusúrsaður matur er auðmeltari en annar matur og ég mæli eindregið með honum fyrir alla. Einnig mæli ég með hákarli (-lýsi, -brjóski og kæstum í bitum). Borðið hollan, alvöru mat – ekki eitthvað sem lítur út eins og matur en er lítið annað en fylling með lykt og bragði; mikið af grænmeti, sérstaklega brokkolíi, blómkáli og rófum (þetta grænmeti inniheldur krabbameinshamlandi efnið glucosinolate) sem og dökkgrænt blaðsalat (K1-vítamín ofl.). Möndlur (gott að láta liggja í bleyti í nokkrar klst.fyrst) og baunaspírur.

Notið sýrðar mjólkurafurðir s.s. lífræna jógúrt og AB-mjólk og einnig kotasælu. Á eftirfarandi vefslóð má finna upplýsingar um ákv. blöndu úr kotasælu og hörfræolíu, kennda við Dr.Jóhönnu Budwig sem á að hafa góð áhrif m.t.t. til krabbameins sé hennar neytt daglega: http://home.online.no/~dusan/diseases/cancer/cancer_dr_budwig.html

_1305015180c3b8bed64Yoghurt

Forðist hvers konar niðursoðinn og unninn mat. Fiskur og kjöt sem neytt er skal vera hreint og óunnið, lamba- og folaldakjöt ásamt þorski og feitum fiski umfram annað.
Drekkið grænt te (látið trekkja í 5 mín), tvo til fimm bolla daglega.

___________________________

Látið fylgjast með virkni skjaldkirtils – vanvirkni hans leiðir til rangra efnaskipta, en grundvallarskilyrði fyrir góðri heilsu er að skjaldkirtillinn starfi eðlilega og að þau  hormón sem hann framleiðir nýtist. Margir þjást af vangreindri skjaldkirtilsvanvirkni með tilheyrandi heilsuleysi, þrátt fyrir að blóðprufur komi eðlilega út.  Sjá grein um einkenni og úrræði vegna vanvirks skjaldkirtils á vef Heilsuhringsins www.heilsuhringurinn.is  október 2011 (Ný sýn á gamalt vandamál).

Meðfram þessu mæli ég með eftirfarandi blöndu jurta, grænmetis, bætiefna og mjólkursýrugerla sem þekkt eru af að styrkja ónæmiskerfið og hafa áhrif til bóta fyrir krabbameinssjúklinga: 

Sterkur hvítlaukur, jurtaelexírinn Essiac frá Sunnan Vindar eða Esiac í belgjum frá fyrirtækinu NOW, Angelica frá Saga Medica, GSE-extract eða töflur, öflugar ómissandi sykrur og/eða Aloe Vera-safi frá Forever living og Colostrum frá NOW eða broddur helst ósoðinn, gott að blanda t.d. útí Build-up, C-vítamín 1000 mg.dagl., Maitake-sveppur (belgir – fæst í heilsubúðum), Resveratrol-töflur, K2-vítamín, B-súper og Omega 3 fitusýrur 2 tsk = 1 gr.dagl., birkiaska,  LGG+ 2xdagl. eða aðrir mjólkursýrugerlar í miklu magni t.d. Bio-Kult, ProGastro 8 eða annað (fæst í pilluformi í heilsubúðum). Í eftirfarandi grein frá dr. Mercola af vefsíðunni www.mercola.com frá 24.okt. 2012 koma fram nýjustu upplýsingar um áhrif vinveittra baktería á krabbamein, sem og ýmislegt annað fróðlegt: http://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2012/10/24/tumors-exploit-gut-flora.aspx?e_cid=20121024_DNL_art_1

Ráðlegt er að fá mælingu á magni D-vítamíns í blóði og taka það inn m.v. niðurstöður úr mælingunni. Nýjustu rannsóknir benda til að stórir skammtar af D-vítamíni reynist gagnlegir við meðhöndlun krabbameins. (sjá grein á vefsíðu dr.Mercola frá 6.ágúst 2011: http://articles.mercola.com/sites/articles/archive/2011/08/06/why-we-dont-have-a-cure-for-cancer-yet-or-do-we.aspx

Önnur matvæli sem eru þekkt af krabbameinshamlandi áhrifum og hægt er að bæta á listann til að borða umfram annað: Sítrusávextir (appelsínur, sítrónur, grapeávöxtur), jarðarber, bláber, sólber, hindber, þystilhjörtu, tómatar, plómur, persilja,turmeric (fæst einnig í töfluformi í heilsubúðum – allt að 3 gr. dagl.)Turmeric-Health-Benefits-e1343314196452

Öflugur kryddjurtadrykkur:

2 lítrar epla- eða ananassafi, 4 teskeiðar Turmerik(Curcuma), 4 teskeiðar karrý, 4 teskeiðar engifer, 2 teskeiðar kanill, 2 teskeiðar malaður svartur pipar.

Safinn settur í hæfilegan pott, kryddin sett útí oghrært saman. Hitað upp í væga suðu og látið krauma í nokkrar mínútur (5-10) við væga suðu. Látið kólna og hratið síað frá. Sett á glerflöskur og geymt í kæli. Drekka 1 bolla 3svar á dag. Gott að hrista flöskuna áður en drukkið er.

Meltingarensím
Ég mæli með inntöku á meltingarensímum með mat. Við inntöku sterkra lyfja verður oft röskun á eðlilegri meltingu og þar með nýtingu matarins sem neytt er. Það er mikilvægara en marga grunar að halda meltingunni í eins góðu lagi og framast er kostur til að líkaminn fái það eldsneyti sem hann þarf á að halda til að geta starfað eðlilega. Meltingarensím sem tekin eru með mat, sérstaklega stærri máltíðum dagsins aðstoða við eðlilega meltingu og styðja þar með við bataferlið. (á vefsíðunni www.heilsuhringurinn.is er hægt að slá inn leitarorðinu ,,ensím“ og finna margar áhugaverðar greinar um meltingarensím og ensím yfirhöfuð, mikilægi þeirra og virkni). Það er mín skoðun að inntaka þeirra ásamt inntöku mjólkursýrugerla sem einnig eru nauðsynlegir heilbrigðri meltingu geti gert gæfumuninn fyrir fólk í erfiðri meðferð.

Best er að byrja og enda daginn á að drekka 1 dl. af Lúpínuseyði og taka svo einn dl. um miðjan daginn. Það er í lagi að drekka meira af því, en ekkert sem bendir til að mikið meiri inntaka hafi meiri virkni.

Hin efnin sem talin eru hér að ofan eru svo tekin á öðrum tímum skv. leiðbeiningum á umbúðum þeirra, þannig að alltaf sé eitthvað af mismunandi ónæmishvetjandi efnum að vinna á mismunandi hátt í kerfinu – allan sólarhringinn. Gott getur verið að búa til e.k. stundartöflu eða dagskrá meðan farið er í gegnum krabbameinsmeðferð því þetta er orðið æði margt að muna – ekki hætta of snemma – öll þessi efni er óhætt að taka yfir lengri tíma og eru góð fyrir hvern sem er en sérstaklega þó fyrir þá sem eru að fást við veikindi. Flestar verslanir sem selja heilsuvörur og bætiefni hafa þessar vörur sem að framan eru taldar til sölu, Aloa Vera-safi frá Forever living er seldur af prívat aðilum og eru slíkir söluaðilar staðsettir um allt land og sjálfsagt ekki erfitt að finna einn slíkan í nágrenninu.

Heildrænar meðferðir
Í dag er hægt að finna á Íslandi mjög margar tegundir annarra meðferða en þeirra sem viðurkenndar eru af vestrænu heilbrigðiskerfi á okkar tímum. Má þar nefna hómópatíu, nálastungulækningar, grasalækningar, ý.k. nudd, ilmolíufræði, höfuðbeina- og spjaldkhryggsmeðferð, shiatsu, osteopatíu, hnykkingar, heilun, OPJ (orkupunktajöfnun) ofl. ofl. Það er gott, því öll erum við ólík, með mismunandi einkenni og þarfir og ólíklegt að öllum henti það sama – hvort heldur á við um hefðbundið eða óhefðbundið.  Það er sjálfsagt mál og eðlilegt að fá stuðning í gegnum sjúkdóma með notkun þeirra heildrænu meðferða sem í boði eru, ef fólk hefur áhuga á slíku. Það getur ekki skemmt fyrir og eykur oft lífsgæði og vellíðan verulega þó ekki séu allir sammála um lækningargildi þeirra.
Bandalag íslenskra græðara (BIG) eru regnhlífasamtök fagfélaga heildrænna meðferðaraðila á Íslandi og á vefsíðu þeirra á slóðinni www.big.is er hægt að finna skráða græðara mismunandi aðildarfélaga alla á einum stað. Ég hvet fólk sem er að leita fyrir sér að meðferð eða meðferðaraðila, til að skoða þessa síðu og kynna sér þær meðferðir sem í boði eru og gætu aukið vellíðan og bætt heilsu þeirra.
Fyrir þá sem þurfa aðstoð við að vinna úr streitu og öðrum erfiðum tilfinningum sem ræna orku, vegna erfiðra sambanda við annað fólk eða sjálfan sig, bendi ég á ráðgjafaþjónustu Lausnarinnar (sjá www.lausnin.is ) þar sem unnið er með slík samskipti út frá 12 spora kerfi.

big_6074579_0_700-138

Að þessu sögðu óska ég ykkur góðs gengis og góðrar heilsu í framtíðinni og megi dagurinn í dag vera ykkur farsæll.