Sigga er náttúrubarn, hestakona, alþýðulistakona, hómópati, grasagudda, skrifari og móðir, en síðast en ekki síst bóndi og jarðrmóðir.
Hún sér um að skipuleggja og halda utan um starfssemi Harmony, svara fyrirspurnum og taka við pöntunum auk þess að leggja inn í námskeiðin sínar áherslur og taka þátt í kennslu. Hún sér einnig um að elda og baka fyrir námskeiðsgesti og undirbúa aðstöðu þeirra á þann hátt að þeim líði vel meðan á dvölinni stendur.
Sigga er menntaður hómópati frá College of practical Homoeopathy og einnig sem hómópati fyrir hesta frá Institut Kappel Wüppertal í Þýskalandi.
Hún býður upp á fyrirlestra og námskeið um ýmis málefni tengd heilsu og velferð og hefur skrifað greinar sem vakið hafa verðskuldaða athygli um ýmislegt því tengt og sett á vefinn undanfarin ár á vefsíðu Heilsuhringsins.
Sjá nánar undir „Jarðarmóðir„