For the love of life, for the love of horses!

Close Icon
   
Contact Info     Tel: +354 893 1793 / +354 863 6895

Viðhald og þjónusta   arrow

Það margborgar sig að senda allt slíkt viðhald til þessara aðila vegna sérhæfingar þeirra. Rangt stoppaður hnakkur getur orðið ónothæfur

Það margborgar sig að senda allt slíkt viðhald til þessara aðila vegna sérhæfingar þeirra.
Rangt stoppaður hnakkur getur orðið ónothæfur

Á Íslandi fer öll viðhaldsþjónusta fram hjá Baldvin og Þorvaldi, Austurvegi 56, 800 Selfossi. Þar á bæ hafa tveir söðlasmiðameistarar, þeir Guðmundur Árnason og Jens Magnús Jakobsson, gert sér ferð í Stübben-verksmiðjuna sem er staðsett í Sviss og kynnt sér vinnubrögð í smíði og viðhaldi á Benni’s Harmony hnökkunum. Eitt sem hnakkaeigendur vita kannski ekki er að það þarf að yfirfara ullina í undirdýnunum annað slagið. Það er mikilvægt að þetta sé gert af fagaðilum sem þekkja viðkomandi hnakktýpu og nota sömu tegund af ull. Eins eru þessir menn með alla orginal varahluti ef með þarf, því ekkert endist að eilífu.

Það margborgar sig að senda allt slíkt viðhald til þessara aðila vegna sérhæfingar þeirra. Rangt stoppaður hnakkur getur orðið ónothæfur.