top of page
Centurion aðal.jfif

Centurion Island - Sá allra nýjasti

Centurion Island er nýjasta ,,flaggskipið“ í hnökkum frá Stübben.
Hann er hugsaður sem dressúrhnakkur fyrir stóra hesta og er nú þegar orðinn gríðarlega vinsæll sem slíkur.
Sætið er djúpt og dýpsti punktur er stærri og nær örlítið aftar en í hefðbundnum dressurhnökkum. Þetta gefur gott rými fyrir knapann. Lögun virkis þ.e. breidd undir setbeinum og síðan mjótt þar sem fætur knapans fara í sundur, auðveldar knapanum að finna sitt eigið jafnvægi og styður vel við knapann þegar hestur er sérlega hreyfingarmikill og með mikið fjaðurmagn á hinum ýmsu gangtegundum. Þetta sæti býður knapanum því uppá að sitja nálægt hestinum og skynja þar af leiðandi allar hreyfingar vel. Það hjálpar til að knapinn geti setið inni í hreyfingunni og unnið með hestinum.
Hægt er að velja einföld (mono) löf sem knapinn situr extra nálægt hestinum með læri og kálfa, og svo einnig tvöföld löf sem eru meira þekkt (hefðbundin). Kostirnir eru að knapinn er nálægt hestinum með læri og kálfa. 
Stillanlegir hnépúðar eru utan á lafinu og hér kemur alger nýjung: þá er hægt að stilla auðveldlega með tveimur litlum gormahandföngum. Engin verkfæri, aðeins þarf að toga létt í gormana til skiptis og ,,klæðskerastilla“ þá nákvælega.

Hægt er að fá þrívíddarprentað stafi eða nafn (t.d. á hesti, eiganda, knapa eða búi) að eigin vali undir hnakkinn á milli undirdýnanna, sem fylltar eru með ull.
Undir hnakkvirkinu að framan er ullin höfð extra þétt til að hlífa herðum hestsins. Aftasti hluti hnakksins (spegill) er lægri fyrir Centurion Island en á standard Centurion. Þetta gerir að hann er fínlegri og passar útlitslega betur fyrir okkar ástkæra íslenska hest.
Centurion Island er framleiddur úr sérvöldu gæða DeLuxe leðri og í hnakknum, eins og öllum öðrum hnökkum frá Stübben er orginal forspennt Stübben fjaðurvirki .
Verð: 695.000 m.vsk.

Centurion Island er að mínu mati mjög áhugaverð blanda af gæða dressúrhnakk og frábærum ganghestahnakk Náttúruleg ull í undirdýnum.
Centurion Island er fáanlegur í Sætisstærðir 16,5“ – 17“ – 17,5“ – 18“
Saumar, sætisþráður og spegill (bakhluti sætis) í mörgum mismunandi litum.
Leðurlitir svartur, ebony, redwood, tabacco ofl.
Perluskreytingar, árituð plata með nafni, naglar og festingar í mismunandi litum; silfur, brass, gyllt ofl.

bottom of page