
InHarmony
Live the life you love, love the life you live
ÞÆGINDI - ÖRYGGI - GÆÐI - FAGMENNSKA






FOCUS
Focus hefur fínlegt og sportlegt yfirbragð og á honum eru stórir hnépúðar sem
gefa góðan stuðning við læri. Hann gefur knapanum feikna gott sæti og
auðveldar honum að sitja inni í hreyfingu hestsins.
Orginal Stübben virki, sem fjaðrar bæði á ská og þversum. Auka svampur í sæti
sem gerir það enn mýkra. Undirdýnur er stoppaðar með náttúrulegri ull.
Hnakkurinn hefur enga reiðakengi né töskuhringi (hægt að panta sérstaklega).
Hægt er að fá hnakkinn einlitann eða ýmsar útgáfur af litum, áferð og
samsetningu leðurs eða íslensks fiskleðurs (roðs) eftir smekk.
Einnig er hægt að velja mismunandi lit á saumum og fá Biomex í sæti (sjá nánar
að neðan um Focus Biomex).
Sætisdýpt: meðaldjúpur og extra djúpur.
Virkisgleidd: 32 cm
Sætis stærðir: M (17,5”) og S (17”)
Á öllum hnökkum er hægt að fá áritaða plötu með nafni festa á hnakkinn. Kostar 2000 kr. aukalega.
Biomex í sæti veitir minna áreiti á rófubein og knapinn þreytist síður í baki.
Biomex-tíglarnir í sætinu lyfta knapanum aðseins upp í sætinu og þarmeð situr
hann minna gleiður. Gott fyrir stirðar mjaðmir og sumir fíla þessa útfærslu
einfaldlega betur.
Biomex í sæti er hægt að fá í allar gerðir Benni´s Harmony hnakka nema Comfort.
UPPFÆRÐ ÚTGÁFA KEMUR HAUSTIÐ ´24